Þríleikur um heilsutengdar forvarnir eldri aldurshópa: Grein 1 - Lög og skuldbinding
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (1991/2022) segir m.a. í 1. grein að markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga sé að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því „að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og [búið við sem mest lífsgæði]“