Sveitarfélög

Leið að farsælum efri árum

Með Fjölþættri heilsueflingu 60+ þjónustar Janus heilsuefling sveitarfélög sem vilja styðja við og vinna að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri aldurshópa. Komið er á fót markvissri heilsueflingu með lýðheilsutengdu inngripi, byggt á raunprófanlegum aðferðum.

Slástu í lið með framúrstefnulegum sveitarfélögum!

Mikill sparnaður næst með bættum lífsgæðum íbúa

Heilsa er eitt mikilvægasta forspágildi fyrir lífsgæði og lífsánægju á efri árum. Því fyrr sem gripið er inn með heilsutengdum forvörnum má gera ráð fyrir að einstaklingar þurfi síður eða seinna á hjúkrun að halda.

Markmið Fjölþættrar heilsueflingar 60+

Fyrirkomulag okkar um heilsueflingu er hannað til að mæta sértækum þörfum þíns sveitarfélags. Með því að vinna með okkur geturðu aukið heilsu og vellíðan íbúa þinna með það að markmiði að þeir geti dvalið sem lengst í sjálfstæðri búsetu

Tveggja ára markmið

  • Að bæta heilsutengdar forvarnir
  • Að efla hreyfifærni
  • Að bæta styrk, þol og liðleika
  • Að auka líkamlega afkastagetu
  • Að bæta heilsu og lífsgæði

Langtímamarkmið

  • Að geta tekist lengur á við athafnir daglegs lífs
  • Að geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu
  • Að hafa möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði

Hvað er innifalið fyrir þátttakendur?

Þátttakendur hjá Janusi heilsueflingu fá aðgang að heildstæðu og markvissu heilsueflingar kerfi sem samanstendur af þjálfun, mælingum, heilsutengdri fræðslu, eftirfylgni og stuðning frá framúrskarandi fagfólki.
Helstu þættir eru:

Aðgangskort í líkams- og heilsurækt

Styrktarþjálfun með þjálfara 2x í viku

Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku

Ítarlegar heilsufarsmælingar á 6 mánaða fresti

Regluleg fræðsluerindi frá sérfræðingum

Aðgangur að heilsuappi

Aðgangur að lokuðum Facebook hópi

Niðurstöður

Hver er árangurinn?

Niðurstöður úr tveggja ára heilsueflingu sýna mjög góðan árangur hjá þátttakendum, ekki aðeins líkamlega heldur hefur mat einstaklinga á eigin heilsu einnig hækkað, dregið úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og almennt þrek tekið stakkaskiptum.

Sveitarfélög

Árangursríkt samstarf við sveitarfélög

Janus heilsuefling hefur unnið með sveitarfélögum um allt land frá árinu 2017 með markvissum og vísindilegum úrræðum sem stuðlað hafa að bættri heilsu, aukinni líkamlegri og félagslegri virkni, bættum félagslegum tengslum auk þess sem bættur heilsutengdur ávinningur dregur úr kostnaðarsamri þjónustu til lengri tíma.

Sérsniðin úrræði

Við hönnum heilsueflandi úrræði sem taka mið af markmiðum og aðstæðum hvers sveitarfélags með áherslu á virkni, vellíðan og sjálfstæði íbúa.

Virk þátttaka samfélagsins

Við virkjum samfélagið með persónulegri nálgun sem hefur jákvæð áhrif á andlega og félagslega heilsu. Við vinnum gjarnan í nánu samstarfi við þá aðila sem þegar sinna heilsurækt í sveitarfélaginu auk þess sem við styðjum við þá með okkar sérfræðiþekkingu, fræðsluerindum og kerfisbundnum mælingum.

Mælanleg áhrif

Við leggjum áherslu á að árangur þátttakenda sé bæði mælanlegur og sýnilegur þar sem gengið er út frá viðurkenndum aðferðum. Þannig verður þróunin skýr og sveitarfélagið getur byggt upp heilsueflandi þjónustu sem skilar raunverulegum áhrifum á heilsu og vellíðan í samfélaginu.

Lýðheilsa sem fjárfesting

Heilsueflandi úrræði draga úr þjónustuþörf og álagi á heilbrigðiskerfið til lengri tíma. Auk þess stuðla þau að bættri líðan og meiri virkni, sem skilar sér í samfélagslegum ávinningi og sparnaði.

Hvað segja skjólstæðingar okkar

Upplifun þátttakenda af því hvernig Janus heilsuefling hefur hjálpað þeim og bætt lífsgæði

"Janus heilsuefling er einstakur vettvangur fyrir einstaklinga sem vilja styrkja heilsu sína á heildrænan hátt. Þar mætast fagmennska, hlýja og einstaklingsmiðuð nálgun sem gerir það að verkum að maður finnur sig öruggan og hvattan til að ná markmiðum sínum. Starfsfólkið er bæði frótt og innilegt og leggur metnað í að finna lausnir sem henta hverjum og einum. Ég mæli eindregið með Janusi heilsueflingu fyrir þá sem vilja bæta líðan sína, orku og lífsgæði."

Einar Magnússon

"Þátttaka mín í verkefninu hefur aukið lífsgæði mín. Mér líður betur andlega og líkamlega. Mér finnst leiðsögnin og stuðningurinn frá þjálfurum góður."

Bryndís Guðmundsdóttir

"Eftir að ég byrjaði hjá Janusi heilsueflingu hef ég fundið fyrir auknu úthaldi og betri svefni. Ég hef bætt við mig vöðvamassa og mittismálið minnkað. Einnig er félagsskapurinn frábær."

Skúli Gunnar Böðvarsson