Þríleikur um heilsutengdar forvarnir eldri aldurshópa: Grein 1 - Lög og skuldbinding

Höfundur
Janus heilsuefling
Dagsetning
12.02.2024
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (1991/2022) segir m.a. í 1. grein að markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga sé að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því „að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og [búið við sem mest lífsgæði]“

Í október á síðasta ári ritaði Pálmi Jónsson, lyf- og öldrunarlæknir þrjár greinar í Morgunblaðið, ,,Heilsubrestur á efri árum“, ,,Gagnadrifin öldrunarþjónusta,, og ,,Hin einfalda öldrunarþjónusta“. Greinarnar eru ritaðar af fagmanni á sviði öldrunarfræða sem hefur áratuga reynslu og góða yfirsýn á íslensku heilbrigðiskerfi, ekki síst þess hluta sem snýr að eldri aldurshópum. Tilefni minna greinaskrifa er að bæta við þann þátt sem snýr að heilsu og velferð eldri aldurshópa, þá sérstaklega þess hóps sem enn er í sjálfstæðri búsetu. Þetta er hópur sem heilbrigðiskerfið sinnir að takmörkuðu leyti þegar heilsutengdar forvarnir eru annars vegar. Það er yfirleitt ekki fyrr en vandamál þessa aldurshóps ber á góma að heilbrigðiskerfið tekur við sér, þá oft um seinan.

Vonandi er meginþorri eldri borgara þessa lands mér sammála um að vilja alla jafna dvelja sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Einnig er þessi hópur vonandi sammála um að æskilegt væri að seinka notkun á heimaþjónustu og/eða að koma í veg fyrir innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili, óháð því að þar sé notalegt að eldast þegar færnitap og hreyfiskerðing hefur barið á lífsins dyr. Áður en lengra er haldið er rétt er að líta á lög ætluð ríkisstjórn og sveitarfélögum sem lúta að málefnum eldri aldurshópa í sjálfstæðri búsetu.

Í lögum um málefni aldraðra (1999/2022) sem tengjast félags- og vinnumarkaðsráðuneyti segir í 1. grein að „markmið laganna sé að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.“ Við framkvæmd laganna segir jafnframt að „þess skal gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.

“Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (1991/2022) segir m.a. í 1. grein að markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga sé að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því „að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og [búið við sem mest lífsgæði]“.

Heilsupistill.pdf

Viltu deila fréttinni