
Heilsuferð
Hefur þú áhuga á að koma með okkur í ferð?
Janus heilsuefling undirbýr nú sína fyrstu heilsuferð erlendis, sem stefnt er að verði farin snemma árs 2026. Markmiðið er að ferðin verði skemmtileg blanda af æfingum, gönguferðum, frábærum mat, félagslífi og útiveru í góðum félagsskap - allt skipulagt með vellíðan að leiðarljósi.
Göngu- og skoðunarferðir
Við munum bjóða upp á léttar göngu- eða skoðunarferðir þar sem áhersla er lögð á útivist, hreyfingu og samveru í nýju umhverfi. Dagskráin verður fjölbreytt og sniðin að þátttakendum.
Hreyfing & Vellíðan
Jafnvægi milli hreyfingar og slökunar – með æfingum, gönguferðum, sundi, golfi og góðum stundum við sundlaugina.
Ný upplifun
Ferðin er tækifæri til að prófa eitthvað nýtt, brjóta upp daglega rútínu og njóta þess að vera í nýju umhverfi með góðum hópi fólks.
Góður félagsskapur
Við leggjum áherslu á hlýlegt og uppbyggilegt andrúmsloft þar sem auðvelt er að tengjast öðrum sem hafa áhuga á heilsu og vellíðan

Algengar spurningar
Finndu svör við algengum spurningum um fyrstu heilsuferð Janusar heilsueflingar.
Markmið heilsuferða er að sameina ferðalög, skemmtun hreyfingu og vellíðan. Við leggjum áherslu á útiveru, þjálfun, fræðslu og samveru sem styður við heilsu – bæði andlega og líkamlega.
Ferðin er ætluð eldra fólki sem hefur áhuga á heilbrigðum lífsstíl, hvort sem þeir eru þátttakendur í Janus heilsueflingu eða ekki. Þú þarft ekki að vera í toppformi né hafa mikla ferðareynslu en þó er mælst til þess að hreyfigeta sé góð – við ætlum að byggja upp ferð sem hentar breiðum hópi fólks.
Við erum að vinna að uppsetningu á fyrstu ferðinni og ætlum að bjóða upp á skemmtilega dagskrá þar sem jafnvægi er á milli hreyfingar og hvíldar. Þú getur átt von á gönguferðum, æfingum, góðum mat, félagslífi og útiveru. Við munum kynna nákvæma dagskrá síðar.
Við erum að kanna áhuga sem stendur. Áhugasamir eru hvattir til þess að forskrá sig hér að ofan og verða þá fyrstir til þess að fá upplýsingar um jómfrúarferðina.
Forskráning er ekki skuldbindandi og því er hægt að taka endanlega ákvörðun síðar þegar búið er að kynna dagskrá og áfangastaður liggur fyrir.
Verð ferðarinnar verður kynnt síðar þegar dagskrá og áfangastaður liggja endanlega fyrir. Við leggjum áherslu á að bjóða vel skipulagða ferð þar sem gæði, fagmennska og einstök upplifun eru í forgrunni. Með því að skrá áhuga tryggir þú að fá allar upplýsingar um leið og þær verða birtar – áður en opnað er fyrir bókanir.
Ert þú með fleiri spurningar?
Hafðu endilega samband við okkur ef þú ert með frekari spurningar.