Heilsuefling sem skilar árangri

Bættu lífaldurinn þinn um allt að 7 ár hjá Janusi heilsueflingu

Janus heilsuefling vinnur með sérsniðna æfingaáætlun fyrir eldra fólk sem vill efla styrk sinn, þol og lífsgæði. Þú færð persónulega eftirfylgni, gagnadrifna nálgun og stuðning á hverju skrefi.

Leið að farsælum efri árum

Þín heilsa. Þitt líf.
Þín ákvörðun.

Við sameinum vísindi, persónulega þjónustu og árangurstengda nálgun til að efla þína heilsu á þínum forsendum.

Sérsniðin áætlun

Fáðu styrktar- og þolþjálfun byggða á þínum eigin mælingum og markmiðum.

Heilsuapp og mælingar

Fáðu reglulegar mælingar og fylgstu með framvindu þinni í appinu.

Liðsheild og stuðningur

Í samvinnu við þátttakendur myndum við öfluga og hvetjanda liðsheild sem hjálpar þér að ná árangri.

Fagfólk sem fylgir þér eftir

Þjálfarar með háskólamenntun og mikla reynslu styðja þig að settum markmiðum.

Ávinningur

Hver er ávinningur fjölþættrar heilsueflingar?

Ávinningur fjölþættrar heilsueflingar er margþættur. Niðurstöður sýna meðal annars fram á aukinn vöðvastyrk, betra úthald, bætta líkamssamsetningu og hærra mat á eigin heilsu.

Aukin lífsgæði

Meiri styrkur, þol og lífsorka

Bætti hreyfigeta

Að geta dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu

Jákvæð breyting á líkamlegri og andlegri líðan

Hægir á öldrunarferlinu (m.a. með uppbyggingu vöðvamassa)

Dregur úr efnaskiptavillu; áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma

Starfsmenn Janusar heilsueflingar gera ítarlegar mælingar á stöðu þinni áður en þjálfun hefst.

Allt okkar starf byggir á gagnaöflun og mælanlegum árangri. Áður en þjálfun hefst eru gerðar ítarlegar heilsutengdar mælingar m.a. á hreyfifærni, þoli og styrk auk heilsutendra lífsgæða. Með því reynum við að tryggja að hver og einn fái aðstoð og verkefni við hæfi sem skilar raunverulegum árangri.

Rannsóknaniðurstöður sýna meðal annars að þátttakendur bæta að meðaltal mat á eigin heilsu úr 72 stigum í 87 stig yfir tveggja ára tímabil. Það eru um 20% framfarir. Þeir sem eru hvað verst staddir í upphafi ná gjarnan mestum framförum.

87%

af 100 mögulegum stigum er meðaltalið af eigin mati þátttakenda á heilsu sinni eftir tveggja ára tímabil

100%

Allir okkar þátttakendur hafa sýnt framfarir í lykilmælingum eins og styrk, göngugetu og lífsgæðum. Það eru niðurstöður frá OECD úr gagnagrunni Janusar heilsueflingar.

Skref fyrir skref

Svona virkar ferlið

Hjá Janusi heilsueflingu mætum við þér eins og þú ert á þig kominn í dag. Við hjálpum þér að komast þangað sem þú vilt. Æfingarkerfið byggir á áralöngu rannsóknarferli og er þróað þannig að þú finnir fyrir framförum og aukinni vellíðan frá fyrsta degi.

Við byrjum á mælingum

Við byrjum á ítarlegum mælingum sem greina núverandi heilsufarsstöðu eins og jafnvægi, styrk, liðleika, þol og líðan. Mælingarnar gefa þér og okkur góða yfirsýn yfir heilsufarsstöðu þína og út frá því byggjum við upp þína þjálfun.

Sérsníðum áætlun sem hentar þér

Út frá niðurstöðum mælinga færðu sérsniðna æfingaáætlun sem tekur mið af markmiðum þínum, styrkleikum og veikleikum. Áætlunin inniheldur jafnvægi milli styrktar, þol- og liðleikaþjálfunar, með sérstakri áherslu á að bæta lífsgæði og auka heilsutengda sjálfbærni í daglegu lífi.

Þú færð aðgang að reynslumiklu fagfólki

Þjálfunin fer fram undir handleiðslu reyndra og vel menntaðra þjálfara sem fylgjast með framvindu þinni, veita þér hvatningu og stuðning auk þess sem þeir aðlaga æfingar eftir þörfum og getu hverju sinni.

Við náum fram mælanlegum árangri

Með reglulegum mælingum, skráningu í heilsuappið og samtölum við þjálfara tryggjum við framfarir, eftirfylgni og raunverulegan árangur. Þú bæði sérð og finnur hvernig þúu ert að bæta þig.

Hvað segja skjólstæðingar okkar

Upplifun þátttakenda af því hvernig Janus heilsuefling hefur hjálpað þeim og bætt lífsgæði

"Janus heilsuefling er einstakur vettvangur fyrir einstaklinga sem vilja styrkja heilsu sína á heildrænan hátt. Þar mætast fagmennska, hlýja og einstaklingsmiðuð nálgun sem gerir það að verkum að maður finnur sig öruggan og hvattan til að ná markmiðum sínum. Starfsfólkið er bæði frótt og innilegt og leggur metnað í að finna lausnir sem henta hverjum og einum. Ég mæli eindregið með Janusi heilsueflingu fyrir þá sem vilja bæta líðan sína, orku og lífsgæði."

Einar Magnússon

"Þátttaka mín í verkefninu hefur aukið lífsgæði mín. Mér líður betur andlega og líkamlega. Mér finnst leiðsögnin og stuðningurinn frá þjálfurum góður."

Bryndís Guðmundsdóttir

"Eftir að ég byrjaði hjá Janusi heilsueflingu hef ég fundið fyrir auknu úthaldi og betri svefni. Ég hef bætt við mig vöðvamassa og mittismálið minnkað. Einnig er félagsskapurinn frábær."

Skúli Gunnar Böðvarsson
Verðskrá

Skráðu þig í þjálfun

Í sumum tilvikum taka sveitarfélög eða stéttarfélög þátt í kostnaði og niðurgreiða heilsueflingu fyrir íbúa sína eða skjólstæðinga. Við hvetjum þátttakendur til að skuldbinda sig að lágmarki í 6 til 12 mánuði til þess að sjá mælanlegar framfarir.

Fjarþjálfun
9.900 kr.
á mánuði
Áhrifarík og vísindalega uppbyggð æfingaáætlun
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Fjarþjálfun+
14.900 kr.
á mánuði
Einstaklingsmiðuð, áhrifarík og vísindalega uppbygg æfingaáætlun
Styrktarþjálfun með þjálfara 1x á mánuði
Regluleg samskipti við þjálfara sem fylgist með árangri og þjálfun
Ítarleg heilsufarsmæling 2x á ári
Aðgangur að heilsuappi
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Staðþjálfun
27.900 kr.
á mánuði
Aðgangur að líkams- og heilsuræktarstöð
Einstaklingsmiðuð, áhrifarík og vísindalega uppbygg æfingaáætlun
Styrktarþjálfun með þjálfara 2x í viku
Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku
Reglulegar göngur og aðrar heilsutengdar uppákomur
Ítarleg heilsufarsmæling 2x á tímabilinu
Aðgangur að heilsuappi fyrir samskipti og til að halda utan um mælingar
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Fjarþjálfun
7.900 kr.
á mánuði
Áhrifarík og vísindalega uppbyggð æfingaáætlun
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Fjarþjálfun+
12.900 kr.
á mánuði
Einstaklingsmiðuð, áhrifarík og vísindalega uppbygg æfingaáætlun
Styrktarþjálfun með þjálfara 1x í mánuði
Regluleg samskipti við þjálfara sem fylgist með árangri og þjálfun
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Staðþjálfun
24.900 kr.
á mánuði
Aðgangur að líkams- og heilsuræktarstöð
Einstaklingsmiðuð, áhrifarík og vísindalega uppbygg æfingaáætlun
Styrktarþjálfun með þjálfara 2x í viku
Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku
Reglulegar göngur og aðrar heilsutengdar uppákomur
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi fyrir samskipti og til að halda utan um mælingar
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Fjarþjálfun
6.900 kr.
á mánuði
Áhrifarík og vísindalega uppbyggð æfingaáætlun
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Fjarþjálfun+
9.900 kr.
á mánuði
Einstaklingsmiðuð, áhrifarík og vísindalega uppbygg æfingaáætlun
Styrktarþjálfun með þjálfara 1x í mánuði
Regluleg samskipti við þjálfara sem fylgist með árangri og þjálfun
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp
Staðþjálfun
19.900 kr.
á mánuði
Aðgangur að líkams- og heilsuræktarstöð
Einstaklingsmiðuð, áhrifarík og vísindalega uppbygg æfingaáætlun
Styrktarþjálfun með þjálfara 2x í viku
Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku
Reglulegar göngur og aðrar heilsutengdar uppákomur
Ítarleg heilsufarsmæling fyrir þjálfun og síðan á 6 mánaða fresti
Aðgangur að heilsuappi fyrir samskipti og til að halda utan um mælingar
Rafræn fræðsluerindi frá sérfræðingum
Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur
Aðgangur að þjálfara með tölvupósti
Aðgangur að lokuðum Faceook hóp

Algengar spurningar

Hér finnur þú svör við algengum spurningum sem við fáum hjá Janus heilsueflingu

Hvað er Janus heilsuefling?

Janus heilsuefling er fyrirtæki á sviði heilsutengdra forvarna. Fyrirtækið leggur áherslu á styrktar-, þol- og liðleikaþjálfun með einstaklingsmiðuðum þjálfunaraðferðum að viðbættum fræðsluerindum til að styðja þátttakendur í átt að bættri heilsu og auknum lífsgæðum. Starfsemin byggir á gagnreyndum aðferðum úr doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar.

Get ég tekið þátt ef ég er yngri en 60 ára?

Já, við bjóðum alla velkomna sem vilja bæta heilsuna, óháð aldri eða líkamlegu ástandi. Þó svo að við sérhæfum okkur í heilsueflingu fyrir 60+, er æfingaferlið opið öllum sem vilja bæta lífsgæði sín og þrek en þjálfunin er sniðin eftir getu hvers og eins.

Hvernig virkar þetta?

Áður en þjálfun hefst eru framkvæmdar ítarlegar heilsufarsmælingar sem gefa þér skýra mynd af stöðu þinni. Í framhaldinu færð þú aðgang að okkar heilsuþjálfurum, æfingakerfi og heilsuappi. Þú færð sérsniðna styrktar- og þolþjálfunaráætlun þar sem eftirfylgnin er persónuleg. Þannig tryggjum við að mælanlegur árangur náist.

Hvernig skrái ég mig?

Skráning er einföld – þú getur annað hvort skráð þig beint á vefnum okkar eða haft samband við okkur og fengið aðstoð. Við leiðbeinum þér í gegnum öll skrefin og svörum með ánægju öllum spurningum sem kunna að vakna.

Símanúmer: 546 1232 - Netfang: info@janusheilsuefling.is

Hvað kostar þátttaka?

Verðskrána má finna hér: verðskrá

Þátttökugjaldið nær yfir alla helstu þjónustuþætti og aðgang að æfingaáætlun, mælingum og heilsuappi. Ýmis sveitarfélög eru í samstarfi við Janus heilsueflingu og niðurgreiða fyrir sína íbúa. Þá er einnig möguleiki að fá mótframlag frá lífeyrissjóði eða stéttarfélagi.

Má ég taka vin með?

Já! Við hvetjum þig til að koma með vin, maka eða ættingja. Það er alltaf skemmtilegra að æfa saman því góður stuðningur og félagsleg nálgun eykur líkurnar á árangri. Láttu okkur endilega vita fyrirfram, svo við getum tryggt aðgang í viðkomandi líkams- og heilsuræktarstöð.

Ertu með fleiri spurningar?

Hafðu endilega samband

Skráning í Janus heilsueflingu

Byrjaðu strax og leyfðu heilsunni ekki að sitja á hakanum. Við veitum þér stuðning, faglega þjálfun og aðferðir sem virka. Við tökum þér fagnandi.