Kynningarfundur Reykjavík og Kópavogur
kynningarfundur verður mánudaginn 9. september kl. 17:00 í fundarsal KSÍ við Laugardalsvöll
Við verðum með kynningarfund mánudaginn 9. september kl. 17:00. Kynningarfundurinn verður í fundarsal á skrifstofu KSÍ við Laugardalsvöll. Gengið er inn um aðalinngang en fundurinn verður upp á 3. hæð. Hægt er að taka lyftu eða stiga upp.
Auk þjálfunar fara allir þátttakendur í ítarlega heilsufarsmælingu á 6 mánaða fresti og fá boð á regluleg fræðsluerindi.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í gegnum www.janusheilsuefling.is
Æfingar fara fram á eftirfarandi stöðvum og tímasetningum:
World Class Laugar
- mánudögum. miðvikudögum og föstudögum
- Tímar í boði frá kl. 07:00 - 11:00
- þjálfari er Hanna íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og jógakennari
World Class Seltjarnarnesi
- þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar
- tímar í boði frá 07:30 - 11:15
- Þjálfarar eru Beggi og Hanna íþrótta- og heilsufræðingar frá Háskóla Íslands
Sporthúsið Kópavogi
- þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar
- tímar í boði frá kl. 07:30 - 09:30
- þjálfari er Daníel, styrktarþjálfari frá ÍAK