Kynningarfundur í Hafnarfirði
Kynningarfundur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 16:00 í Hvaleyrarskóla
Í lok ágúst verður tekinn inn nýr hópur þátttakenda í verkefnið Fjölþætt heilsuefling í Hafnarfirði.
Hópurinn æfir í Reebok á Tjarnarvöllum undir handleiðslu Guðnýjar Petrínu Þórðardóttur, verkefnastjóra og þjálfara.
Auk þjálfunar fara allir þátttakendur í ítarlega heilsufarsmælingu á 6 mánaða fresti og fá boð á regluleg fræðsluerindi.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í gegnum www.janusheilsuefling.is