Kynningarfundur Akureyri
Föstudaginn 16. ágúst kl. 16:00 í Háskólanum á Akureyri
Í ágúst verður nýr hópur af þátttakendum tekinn inn í þátttakendahópinn okkar á Akureyri.
Af því tilefni verður kynningarfundur föstudaginn 16. ágúst kl. 16:00 í Háskólanum á Akureyri.
Mæting á kynningarfund er ekki bindandi til þátttöku. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér málið frekar.
Skráning fer fram í gegnum heimasíðu okkar www.janusheilsuefling.is eða með tölvupósti á netfangið [email protected]
Þjálfun fer fram í líkamsræktarstöð World Class við Sundlaug Akureyrar. Æft er þrisvar í viku. Tveir dagar eru tileinkaðir styrktarþjálfun og einn dagur þolþjálfun. Auk fastra tíma eru reglulega uppbrotstímar yfir árið.
Þjálfarar eru þær Ásta Heiðrún og Ragna. Þær eru íþrótta- og heilsuþjálfarar frá Háskóla Íslands.