Janus heilsuefling og MS

MS og Janus heilsuefling undirrituðu á dögunum sérstakan samstarfssamning með það að markmiði að efla heilsu 60 ára og eldri en MS hefur um nokkurra ára skeið stutt við verkefnið með vörustyrkjum. Hleðsla og Næring+ eru meðal þeirra vara sem við mælum sérstaklega með fyrir þennan hóp, enda um prótein- og næringarríkar vörur að ræða sem henta hópnum vel.

Það var glatt á hjalla þegar Janus Guðlaugsson og Björn S. Gunnarsson hittust á dögunum til að undirrita samninginn og er gaman að segja frá því að stuðningur MS hefur átt sinn þátt í að efla heilsu og auka lífsgæði hjá stórum hópi fólks en á hverju ári nýta að meðaltali 700 skjólstæðingar okkar þjónustu.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir