Janus heilsuefling og Keilir í samstarf

Miðvikudaginn 29. nóvember var undirritaður samstarfssamningur milli Janusar heilsueflingar og Keilis.

Samstarfið felst í því að nemendur í ÍAK einkaþjálfun munu koma að þjálfun þátttakenda  okkar og verður þjálfunin hluti af vettvangsnámi þeirra.

Nemendur fylgja þjálfara eftir og fá að fylgjast með þjálfun og mælingum ásamt því að fá kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði fyrir þátttakendur okkar, svo sem heilsufarsmælingum og fræðslu.

Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Janusar heilsueflingar skrifaði undir samninginn fyrir hönd Janusar heilsueflingar en fyrir hönd Keilis skrifaði Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis.  Með á myndinni eru auk Báru og Nönnu, Janus Guðlaugsson stofnandi og gæðastjóri Janusar heilsueflingar og Haddý Anna Hafsteinsdóttir verkefnastjóri Heilsuakademíu Keilis.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir