Fjölþætt heilsuefling í Hafnarfirði

Kynningarfundur verður fimmtudaginn 30. janúar kl. 14:30 í sal Félags eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3, 220 Hafnarfirði

Janus heilsuefling og Hafnarfjarðarbær hafa verið í samstarfi síðan árið 2018.

Iðkendur stunda styrktarþjálfun líkamsræktarstöðinni Kötlu fitness (áður Rebook fitness) á Tjarnarvöllum og þolþjálfun í Kapakrika undir handleiðslu þjálfaranna Sveinbjörns Sigurðssonar og Þórodds Einars Þórðarsonar. Þjálfarar okkar eru á staðnum á auglýstum æfingartíma.

Æfingatímar eru eftirfarandi:

Mánudagar: Þolþjálfun í Kaplakrika kl. 8:15, 9,15 og 10:15 og í Kötlu Fitness kl. 11:30

Þriðjudagar og fimmtudagar: Styrktarþjálfun í Kötlu Fitness kl. 6:15, 7:00, 7:45, 8:30, 9:15, 10:00, 10:45 og 11:30

Hægt er að skrá sig til þátttöku í gegnum heimasíðu okkar, með tölvupósti á info@janusheilsuefling.is eða með því að hringja í síma 546 1232. Starfsmenn taka einnig á móti skráningu að kynningarfundi loknum.

Sveinbjörn Sigurðsson er 25 ára og er fæddur og uppalinn í Hálsasveit í Borgarfirði. Hann er með MT gráðu í íþrótta- og heilsufæði frá Háskóla Íslands. Sveinbjörn starfaði með námi hjá Janusi heilsueflingu og eftir útskrift kom hann í fullt starf til okkar enda reynslumikill þjálfari fyrir þennan aldurshóp, þrátt fyrir ungan aldur.

Sveinbjörn stundar sjálfur líkamsrækt og aðra hreyfingu af miklum krafti en skemmtilegasta hreyfingin er að leika sér í körfu- og fótbolta með vinum sínum.

Þóroddur Einar eða Einar eins og hann er alltaf kallaður er einn af elstu starfsmönnum Janusar heilsueflingar. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu síðan hann lauk námi sínu frá Háskóla Íslands. Einar er íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Janusi heilsueflingu síðan 2017. Áður starfaði hann í Heilsuborg og býr yfir mikilli reynslu þekkingu á þjálfun.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir