Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð
Þann 16. október sl. var undirritaður samstarfssamningur við Borgarbyggð. Með samningnum verður þátttakendum, 60 ára og eldri með lögheimili í Borgarbyggð, boðið upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að bæta heilsutengdar forvarnir, efla hreyfifærni þátttakenda, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Af því tilefni verður haldinn kynningarfundur þann þann 30. nóvember nk. í Hjálmakletti kl 17:00 og eru allir sem hafa áhuga á verkefninu velkomnir að mæta á fundinn.
Skráning á þátttöku í verkefninu má senda á [email protected]. Fullt nafn, kennitala, símanúmer og netfang má fylgja með skráningunni.