Fjarðabyggð - kynningarfundur

Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.

Í ágúst verður nýr hópur af þátttakendum tekinn inn í verkefnið Fjölþætt heilsuefling í Fjarðabyggð.

Af því tilefni verður kynningarfundur mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.

Mæting á kynningarfund er ekki bindandi til þátttöku. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér málið frekar.

Skráning fer fram í gegnum heimasíðu okkar www.janusheilsuefling.is og með tölvupósti á netfangið [email protected]

Verkefnastjóri og þjálfari í Fjarðabyggð er Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir.

Hrafnhildur er fædd og uppalin á Neskaupsstað og útskrifaðist nýlega sem iðjuþjálfari frá Háskólanum á Akureyri.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir