Áframhaldandi samstarf við Hafnarfjarðarbæ

Heilsa Hafnfirðinga sett í fókus

Við höfum átt í samstarfi með Hafnarfjarðarbæ síðan 2018 og við erum mjög stolt að geta sagt frá því að tekin hefur verið ákvörðun um áframhaldandi samstarf.Hafnfirðingum, 65 ára og eldri, býðst áfram næstu tvö árin að taka þátt í markvissri heilsurækt hjá Janusi heilsueflingu.

Íbúum bæjarins gefst því kostur á hreyfingu með áherslu á þol- og styrktarþjálfun auk fræðslu um næringu og aðra heilsutengda þætti á betra verði.

Hægt er að skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á info@janusheilsuefling.is eða hringja í síma 546 1232.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir