Áframhaldandi samstarf í Grindavík

Við hjá Janusi heilsueflingu höfum verið í árangursríku og ánægjulegu samstarfi við Grindavíkurbæ síðan árið 2020.

Þann 8. mars sl. undirrituðu Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur og Janus Guðlaugsson stofnandi og gæðastjóri Janusar heilsueflingar samning um áframhaldandi samstarf.

Samkvæmt nýjustu þjónustukönnun er mikil ánægja með verkefnið á meðal þátttakenda sem gáfu þjónustunni 99.5% af 100% í einkunn.

Við erum bæði stolt og glöð að geta boðið upp á Fjölþætta heilsueflingu 65+ áfram í Grindavík.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir