Janus Heilsuefling

Janus heilsuefling er ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara.
Fyrirtækið var stofnað árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Dr. Janusar Guðlaugssonar, Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun.

MEGIN MARKMIÐ

Verkefnið snýst um að koma á fót markvissri heilsueflingu með lýðheilsutengdu inngripi, byggt á raunprófanlegum aðferðum.

Skammtímamarkmið

 • Bæta heilsutengdar forvarnir
 • Efla hreyfifærni
 • Bæta styrk og þol
 • Auka afkastagetu
 • Bæta heilsu og lífsgæði

Langtímamarkmið fyrir eldri aldurshópa

 • Að geta tekist á við athafnir daglegs lífs í framtíðinni eins lengi og kostur er.
 • Að geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu og notið lífsins.
 • Að geta starfa lengur á vinnumarkaði

Samstarfsaðilar

Janus heilsuefling þjónustar sveitarfélög í gegnum verkefnið: Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum

Núverandi samstarfsaðilar eru:

  • Reykjanesbær (2017) og Hafnarfjörður (2018)
   Um 400 þátttakendur á aldrinum 65–97 ára
  • Vestmannaeyjabær (2019) og Grindavík (2020)
   Um 180 (2 x 90) þátttakendur
  • Embætti Landlæknis í gegnum Chrodis+ hjá EuroHealthNet
   Innleiðing á verkefninu í úthverfi Zaragoza á Spáni og í Klaipeda City  og Klaipeda district í Litháen.