Þjónustan

Markviss heilsuefling fyrir 60+

Við höfum skapað sérsniðna heilsueflingu með handleiðslu fyrir 60 ára og eldri.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
er heilsuefling hugtak sem notað er yfir það að skapa félags-, menningar- og efnahagslegar aðstæður til að gera fólki betur kleift að stýra og bæta heilsu sína.

Markmið Janusar heilsueflingar er að auka heilsulæsi þátttakenda, gefa þeim tól og tæki til þess að auka úthald, bæta vöðvastyrk, líkamssamsetningu og heilsu.

  • Aukin lífsgæði
  • Meiri styrkur, orka og úthald
  • Að geta dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu
  • Jákvæð breyting á líkamlegri og andlegri líðan
  • Hægir á öldrunarferlinu (hægfara vöðvarýrnun)

Ávinningur

Hver er ávinningur fjölþættrar heilsueflingar?

Ávinningur fjölþættrar heilsueflingar er margþættur. Niðurstöður sýna meðal annars fram á aukinn vöðvastyrk, betra úthald, bætta líkamssamsetningu og hærra mat á eigin heilsu.

Sjá nánar í myndbandi

Innifalið

Hvað er innifalið í þjónustunni?

Innifalið í heilsueflingunni er aðgangur að líkamsræktarstöð og aðgangur að þjálfara allt að þrisvarí viku. Þátttakendur fá einnig heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti. Janus heilsuefling hefur þróað heilsuapp sem þátttakendur geta nýtt sér við æfingar.

Við erum með hópa í eftirfarandi stöðvum í Reykjavík og Kópavogi:

World Class Egilshöll

World Class Grósku

World Class Laugum

Sporthúsinu í Kópavogi

Heilsuapp Janusar

Haltu utan um heilsuna á einfaldan hátt

Heilsuappið er aðgengilegt öllum þátttakendum okkar. Í smáforritinu getur þú bæði skráð styrktar- og þolþjálfun þína. Það gerir þér kleift að fylgjast með hvort þú uppfyllir kröfur um daglega hreyfingu. Í forritinu er einnig hægt að sjá niðurstöður úr öllum mælingum ásamt fleiru.

Skrá mig

Byrjum á kynningafundi

Næstu kynningafundir
Næstu kynniningarfundir verða haustið 2024

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann!

Við verðum í bandi!

Oops! Something went wrong while submitting the form.
Bókaðu símtal