Þjónustan
Markviss heilsuefling fyrir 60+
Við höfum skapað sérsniðna heilsueflingu með handleiðslu fyrir 60 ára og eldri. Heilsuefling eykur vöðvastyrk, bætir úthald, líkamssamsetningu og heilsu.
.png)
Ávinningur fjölþættrar heilsueflingar er margþættur. Niðurstöður sýna meðal annars fram á aukinn vöðvastyrk, betra úthald, bætta líkamssamsetningu og hærra mat á eigin heilsu.
Sjá nánar í myndbandiInnifalið í heilsueflingunni er aðgangur að líkamsræktarstöð og aðgangur að þjálfara allt að þrisvarí viku. Þátttakendur fá einnig heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti. Janus heilsuefling hefur þróað heilsuapp sem þátttakendur geta nýtt sér við æfingar.
Heilsuappið er aðgengilegt öllum þátttakendum okkar. Í smáforritinu getur þú bæði skráð styrktar- og þolþjálfun þína. Það gerir þér kleift að fylgjast með hvort þú uppfyllir kröfur um daglega hreyfingu. Í forritinu er einnig hægt að sjá niðurstöður úr öllum mælingum ásamt fleiru.
Við verðum í bandi!
Við höfum samband við þig! Skráðu inn upplýsingarnar og heilsufræðingur okkar hefur samband við þig við fyrsta tækifæri.