Íslensku lýðheilsuverðlaunin

Höfundur
Janus heilsuefling
Dagsetning
17.04.2023

Janus heilsuefling fékk á dögunum tilnefningu til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna í flokki fyrirtækja, samtaka og stofnana.

Íslensku lýðheilsuverðlaunin er samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, heilbrigðisráðuneytisins, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, embættis landlæknis og Geðhjálpar.

Fram kemur á heimasíðu forseta Íslands að með Íslensku lýðheilsuverðlaununum sé ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings.

Óskað var eftir tillögum frá almenningi og bárust hátt í 350 tillögur.

Hægt er að lesa nánar um hverjir aðrir hafa verið tilnefndir á vef Forseta Íslands.

Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í hátíðlegri athöfn á Bessastöðum sem sjónvarpað verður á RÚV þann 19. apríl.

Við hjá Janusi heilsueflingu erum ólýsanlega þakklát og stolt með tilnefninguna.

Jafnframt óskum við öðrum tilnefndum til hamingju.‍

Heilsupistill.pdf

Viltu deila fréttinni