Fjöldi umsókna fór fram úr björtustu vonum en um 250 umsóknir bárust um þátttöku í verkefnið. Í samkomulagi Hafnarfjarðarbæjar og Janusar heilsueflingar er skilgreindur fjöldi þátttakenda allt að 160 aðilar. Ef þátttakendur verða fleiri skulu þeir valdir af handahófi. Ljóst er að draga þarf úr innsendum umsóknum.

Á næstu dögum verður haft samband við alla þá sem sóttu um. Stefnt er að því að taka inn nýja þátttakendur um mitt ár 2018 þannig að þeir sem ekki komast að nú færast sjálfkrafa í þann hóp.

Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á kynningarfund 25. janúar síðastliðinn og sýndu verkefninu áhuga með skráningu sinni.

Gangi ykkur vel,

f.h. Janusar heilsueflingar,
Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur.