Fjölþætt heilsuefling fyrir einstakling sem lifir með offitu

Verkefnið er þverfagleg einstaklingsmiðuð heilsuefling í samvinnu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Janusar heilsueflingar.

Væntanlegur ávinningur

Markmið með þátttöku er að gera einstaklinginn hæfari til að takast á við heilsutengdar breytingar sem fylgja offitu. Þá er markmiðið að spyrna við fótum gegn helstu einkennum offitu með markvissri þátttöku í þol- og styrktarþjálfun og sérhæfum fræðsluerindum. Boðið er upp á reglulega fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti til að bæta líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Það hefur sýnt sig að þátttaka í sambærilegum verkefnum bætir félagslega virkni og styrkir andlega og líkamlega þætti. Langtímamarkmið verkefnisins er að gera einstaklinginn hæfan til að takast á við athafnir daglegs lífs lengur og geta notið lífsgæða eins lengi og kostur er.

Orsakir offitu geta verið margvíslegar. Hér til hliðar getur að líta samantekt sérfræðinga á orsökum offitu, annars vegar áhrif frá einstaklingnum sjálfum og hins vegar þættir sem flokka má sem áhrif umhverfis á einstaklinginn.

Einstaklingsmiðuð nálgun

Í verkefninu verður leitast eftir því að mæta einstaklingnum á sínum eigin forsendum. Við viljum hjálpa viðkomandi að auka vellíðan í tengslum við hreyfingu og daglegar athafnir með von um bætt lífsgæði.

Hvað inniheldur verkefnið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verð á mánuði

Kr. 23.900  miðað við 12 mánaða binditíma

Kr. 28.900  miðað við  6 mánaða binditíma

Innifalið í verði

  • Viðtöl við þátttakendur, í upphafi og síðan eftir þörfum
  • Ítarlegar heilsufarsmælingar á 3ja, 6 og 12 mánaða fresti
  • Þjálfun þátttakenda 3x í viku
  • Fræðsluerindi um næringu og heilsutengda þætti
  • Heilsu-app Janusar heilsueflingar
  • Aðgengi að heilsuræktarstöð
  • Sjá frekar þjálfunar- og þjónustuþætti hér fyrir ofan.

 

Skráning

Teknir eru inn nýir hópar eftir þörfum og eftirspurn. Skráning fer fram hjá Heilsueflandi mótttöku hjá HSS eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Umsókn um þátttöku

 

Það er aldrei of seint að hefja heilsueflingu!