Mánudaginn 15. ágúst fer fram kynningarfundur á verkefninu Hágæða heilsuefling 60+ á höfuðborgarsvæðinu. Hafir þú náð 60 ára aldri og ert með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu er þér velkomið að mæta og kynna þér verkefnið.
Kynningafundurinn verður haldinn 15. ágúst kl. 17:00 í húsakynnum KSÍ í Laugardalnum.
ATh: Fullt er á fundinn kl. 17:00 og því höfum við bætt við öðrum fundi kl. 15:30 á sama stað.
Hafir þú áhuga á að taka þátt í verkefninu en kemst ekki á kynningarfundinn, getur þú skráð þátttöku þína á slóðinni hér að neðan.
www.janusheilsuefling.is/skraning
Verkefnið Hágæða heilsuefling inniheldur meðal annars:
- Aðgangur að líkamsræktarstöð
- Styrktarþjálfun 2x í viku, 8-12 saman í hóp með þjálfara
- Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku
- Aðgangur að heilsu-appi Janusar heilsueflingar og þjálfunaráætlunum fyrir alla daga vikunnar
- Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum
- Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu
- Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl
- Aðgangur að lokuðum Facebook hópi með fróðleik og stuðningSmelltu á myndina með fréttinni fyrir frekari upplýsingar.