Þér er boðið á kynningarfund í Hafnarfirði
Ný dagsetning vegna kynningarfundar Janusar heilsueflingar.
Kynningarfundur fyrir verkefnið fer fram í fyrirlestarsal Hvaleyrarskóla fimmtudaginn 17. febrúar klukkan 15:30. Á fundinum verður farið yfir hugmyndafræði verkefnisins, æfingafyrirkomulag og aðra þætti er viðkemur verkefninu. Hafir þú náð 65 ára aldri og ert með lögheimili í Hafnarfirði er þér velkomið að mæta og kynna þér verkefnið.
Hafir þú áhuga á að taka þátt í verkefninu en kemst ekki á kynningarfundinn, getur þú skráð þátttöku þína á slóðinni hér að neðan.
www.janusheilsuefling.is/skraning
Skráningarfrestur er til 21. febrúar
Verkefnið hefst 28. febrúar 2022
Verkefnið Fjölþætt heilsuefling inniheldur meðal annars:
- Styrktarþjálfun 2x í viku með leiðsögn þjálfara
- Þolþjálfun 1x í viku með leiðsögn þjálfara
- Reglulegir fyrirlestrar á sviði heilsu og velferðar frá sérfræðingum
- Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu
- Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um heilsutengdan lífsstíl
- Aðgangur að lokuðum Facebook hópi með upplýsingum og fróðleik
- Aðgangur að heilsu-appi Janusar heilsueflingar og þjálfunaráætlanir til lengri tíma