Janus heilsuefling var eitt af 21 fyrirtækjum sem boðið var til samninga um fyrirtækjastyrkina Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur úr Tækniþróunarsjóði. Styrkurinn er undir flokknum Sproti og er fyrir verkefnið Heilsugagnagreinir fyrir eldri borgara.

Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007.  

Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Sjóðnum bárust 224 umsóknir í alla flokka fyrir úthlutunina á haustmisseri. Á árinu hefur sjóðnum borist 602 umsóknir, sem er 19% aukning frá síðasta ári.

Tækniþróunarsjóður