Hér er hugmynd að stundaskrá sem gott er að styðjast við í samkomutakmörkunum á tímum COVID-19.
Það getur verið nausynlegt að fylgja ákveðnu skipulagi á tímum sem þessum til að skapa fasta rútínu í daglegu lífi.
Ávinningur af daglegum gönguferðum er meðal annars styrking fyrir hjarta- og æðakerfið, getur stuðlað að lækkun
á blóðsykri, bætir starfsemi ónæmiskerfis og eflir afkastagetu og frískleika svo nokkuð sé nefnt.

Frekari heilsutengdan fróðleik má finna í heilsupistlum hér á heimasíðunni. Gangi ykkur vel.