Níundi heilsupistill Janusar heilsueflingar fjallar um ónæmiskerfið, hreyfingu og næringu.

Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að regluleg hreyfing eða markviss og skipulögð heilsuefling dragi úr tíðni margra langvinnra sjúkdóma hjá eldri einstaklingum, þar með talið smitsjúkdómum eins og veiru- og bakteríusýkingum. Heilsutengdur lífsstíll með áherslu á daglega hreyfingu og neyslu næringarríkrar fæðu getur haft verulega jákvæð áhrif á ónæmiskerfið auk þess að minnka líkur á krabbameinsmyndun og langvinnum bólgusjúkdómum.

Vísindamenn hafa lagt fram vísbendingar um að regluleg og markviss þjálfun bæti ónæmiskerfið. Þeir benda jafnframt á að niðurstöður úr bólusetningarrannsóknum á mönnum sýna jákvæðari viðbrögð gegn bakteríum hjá þeim sem stunda líkamlega áreynslu en hjá þeim sem búa við kyrrsetulífsstíl. Þá er lögð áhersla á að regluleg hreyfing geti takmarkað eða seinkað öldrun á ónæmiskerfinu.

Smellið á forsíðuna hér til hliðar til að opna heilsupistilinn í heild sinni.