Áttundi heilsupistill í viku sjö í samkomubanni Covid-19 faraldurs fjallar bein og beinheilsu.

Heilsan er það dýmætasta sem við eigum og það er aldrei of seint að huga að heilsunni og breyta lífsvenjum sínum til að auka lífsgæðin. Munum að beinin eru lifandi og sístarfandi vefur sem endurnýjar sig stöðugt með því að brjóta niður bein og byggja upp nýtt bein. Beina-grindin er kalkforðabúr líkamans. Líkaminn þarf kalk fyrir ýmsa starfsemi eins og samdrátt vöðva, taugaboð og fyrir storknun blóðs. Ef ekki er nægilegt kalkmagn í blóðinu nær líkaminn í kalkið úr beinunum. Með auknum aldri minnkar styrkur og þéttni beinanna, sem eykur líkur á beinbrotum jafnvel við lítinn eða engan áverka. Því er heilbrigði beina mjög mikilvæg.