Sjötti heilsupistill í viku fimm í samkomubanni Covid-19 faraldurs fjallar um lífsreglur og bláu svæðin.

Sjálfsagt hefur þú komið þér upp ákveðnum lífsreglum í lífinu, meðvitað eða ómeðvitað. Þessar reglur hafa haldið sér í gegnum ár og áratugi meðan aðrar hafa stoppað stutt við og lognast út af. Nú getur verið ágætis tími að fara yfir þínar helstu lífsreglur, jafnvel festa þær enn betur í sessi en ýta öðrum út þar sem þær hafa lítinn sem engan tilgang eins og reykingar eða kyrrsetu lífstíll.

Með kveðju,

starfsmenn Janusar heilsueflingar