Fimmti heilsupistill í viku fjögur í samkomubanni Covid-19 faraldurs fjallar um jafnvægi og jafnvægisþjálfun.

Að standa upprétt og halda jafnvægi er okkur eðlilegt. Börn og unglingar hreyfa sig oft mikið. Þau hoppa, róla sér, fara handahlaup, kollhnís, sveifla sér í köðlum og fleira sem örvar hreyfiskynið og eflir stjórnun jafnvægis.

Hreyfiþörfin verður gjarnan minni þegar fólk eldist og það dregur úr örvun skyn- og líkamskerfa sem mikilvæg eru í stjórnun jafnvægis. Þannig er það ekki fyrr en við eldumst eða verðum fyrir áföllum að það getur orðið okkur erfitt að halda jafnvægi í uppréttri stöðu.

Höfundur þessa pistils er Bergþóra Baldursdóttir, PhD sjúkraþjálfari.

 

Gleðilega páskaviku!

Hlýðum Víði, höldum okkur heima, 

starfsmenn Janusar heilsueflingar