Í þessum heilsupistli eru niðurstöður úr könnun á andlegri og félagslegri heilsu þátttakenda í verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ kynntar. Helga Vala Gunnarsdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði við Háskóla Íslands er höfundur þessarar könnunar. Könnunin var hluti af vettvangsnámi hennar hjá Janusi heilsueflingu.
Það hefur nú þegar sýnt sig að þátttaka í verkefninu hefur mjög jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Það var því áhugavert að sjá hve sterk áhrifin voru á andlega og félagslega heilsu.
Þegar litið er til alls hópsins sem tók þátt í könnuninni eða 288 einstaklinga, þá eru 75% svarenda sem finna fyrir frekar miklum eða mjög miklum jákvæðum mun á andlegri líðan sinni síðan þau hófu þjálfun hjá Janusi heilsueflingu.

Smellið á forsíðuna hér til hliðar til að opna heilsupistilinn í heild sinni.