Janus heilsuefling mun vera með rafrænan kynningarfund í dag fimmtudaginn 24.9. kl 12 um Hágæða heilsueflingu 60+ á höfuðborgarsvæðinu.
Hér er linkur á kynningarfundinn:
Hágæða heilsuefling 60+ – Rafrænn kynningarfundur
Þegar þú smellir á linkinn hér að ofan ættir þú að komast á vefsvæðið sem sýnir frá fundinum. Ef þú horfir í gegnum Facebook þá getur þú skrifað inn fyrirspurnir hvenær sem er meðan á fundinum stendur. Við söfnum fyrirspurnum saman jafn óðum og svörum þeim í lok fundarins.
Þú getur notað þennan sama link (netslóð) til að horfa á fundinn síðar í dag og næstu tvo daga ef þú getur ekki horft á hann með okkur í beinni útsendingu.
Ef einhverjar spurningar vakna eftir fundinn þá getur þú sent okkur fyrirspurnir á bara@janusheilsuefling.is eða info@janusheilsuefling.is og við reynum að svara eins fljótt og við getum.
Við hlökkum til að vera með þér heima í stofu, í vinnunni eða hvar sem þú ertst ödd/staddur. Vonum að þú hafir gagn og gaman af hvort sem þú ætlar að taka þátt í heilsueflingunni eða ekki.
Bestu kveðjur, starfsmenn Janusar heilsueflingar
|