Kynningarfundur í GrindavíkGrindavíkurbær hefur hafið samstarf við Janus heilsueflingu um fjölþætta heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri. Megin viðfangsefni verkefnisins er eflandi forvarnarstarf á sviði líkams- og heilsuræktar.

Húsfylli var á kynningarfundi sem haldinn var í  Gjánni í Grindavík, sunnudaginn 1. mars. Á fundinum var farið yfir markmið verkefnis og væntanlegan ávinning. Markmiðið er meðal annars að gera einstaklinga hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri.

 

Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti er hægt að spyrna við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu sína og lífsgæði. Verkefnið mun hefjast með heilsufarsmælingum sem verða endurteknar á 6 mánaða fresti. Verkefnið er að skila einstökum árangri í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum.