Janus heilsuefling var stofnað árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Dr. Janusar Guðlaugssonar: Fjölþætt heilsurækt – Leið að farsælli öldrun. Árið 2017 var farið af stað með forvarnarverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í samstarfi við Reykjanesbæ. Síðan hafa Hafnarfjarðarbær, Vestmanneyjar og Grindavík bæst í hópinn við að styrkja og efla heilsu eldri aldurshópa í sínu sveitarfélagi.

Janusi heilsueflingu hefur borist fjöldi fyrirspurna frá fólki sem búsett er í sveitarfélögum sem bjóða ekki upp á verkefnið. Til að svara þessari eftirspurn hefur Janus heilsuefling ákveðið að bjóða upp á Hágæða heilsueflingu 60+ á höfuðborgarsvæðinu. Þátttaka verður opin öllum sem eru 60 ára og eldri, óháð sveitarfélagi.

Til að kynna Hágæða heilsueflingu 60+ verður haldinn kynningarfundur fimmtudaginn 24. september kl. 12:00 í fyrirlestrasal höfuðstöðva KSÍ á þriðju hæð við Laugardagsvöll.

 

Markmið og væntanlegur ávinningur

Markmið Hágæða heilsueflingu 60+ er meðal annars að gera þátttakendur hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri, geta sinnt athöfnum daglegs lífs lengur og búið lengur í sjálfstæðri búsetu. Með markvissri þátttöku í þol- og styrktarþjálfun auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti er hægt að spyrna við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu og lífsgæði.

 

Hágæða heilsuefling 60+ hjá Janusi heilsueflingu:

  • Styrktarþjálfun 2x í viku
  • Þolþjálfun 1x í viku
  • Reglulegar mælingar
  • Fræðslufundir
  • Lokaður Facebook hópur
  • Aðgangur að heilsuappi


Umsókn um þátttöku og skráning á kynningarfund er á slóðinni
www.janusheilsuefling.is/skraning

 

Athugið að kynningarfundinum verður streymt fyrir þá sem hafa áhuga og komast ekki á fundinn sjálfan en mikilvægt er að fylla út skráningu á ofangreindri vefslóð